Vilja betra samstarf við stórar hátíðir

secret-solstice

Á borgarráðsfundi í morgun lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu sem hefur það að markmiði að Reykjavíkurborg taki að sér að skipuleggja viðbragðs- og samskiptateymi sem auðveldi samskipti milli einka- og opinberra aðila þegar stórar hátíðir eru haldnar í Reykjavík á opnum svæðum. 10 þúsund manns sóttu hina vel heppnuðu tónlistarhátíð Secret Solstice um síðustu helgi. Borgin kom ekki að þeirri hátíð með öðrum hætti en að gefa leyfi til þess að halda mætti hátíðina í borgarlandi. Önnur leyfi og samskipti þurftu hátíðarhaldarar að sjá um sjálfir. Vitað er að betur hefði mátt skipuleggja samskipti milli aðila hvað hátíðina varðar. Til…

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Tísti af fyrsta borgarráðsfundi

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Halldór Halldórsson sat sinn fyrsta borgarráðsfund þann 19. júní sl. og tísti/twittaði Halldór af fundinum neðangreint. Sit minn fyrsta borgarráðsfund. Gott að hafa öfluga stefnu til að styðjast við í aðhaldi við störf neirihlutans. — Halldór Halldórsson (@HalldorRvk) June 19, 2014 Varamenn í borgarráði eru Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar.

Fyrsta borgarstjórnarfundi lokið

Magnús, Hildur, Áslaug og Kjartan

Þann 16. júní sl. var haldinn fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili þar sem fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti á fundinum. Það voru þau Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi. Við tókum eina mynd af okkur eftir fundinn en því miður rétt misstum við af þeim Halldóri og Júlíusi Vífili.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.

Listir og skipulag

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Um daginn átti eg skemmtilegt spjall við nokkra félaga sem öll hafa áhuga á borgarskipulagi. Listamaðurinn í hópnum var að sýna okkur útlistaverk sem hafði í einfaldleika sínum ótrúega jákvæð áhrif á allt umhverfið í kringum sig. Og við vildum öll sjá meira af slíku bæði listum og mannvænni hönnun í hverfunum okkar. Við vorum algjörlega sammála um að slíkt gæti bætt svo miklu við og gert staði svo miklu meira spennandi  og aðlaðandi. Af hverju eru listirnar ekki stærri þáttur í borgarskipulaginu? Styttur á stalli Hægt var að greina í hópnum ákveðna þreytu á því að listin kæmi síðust…