Áróðursmáladeild Dags B.

Björn Jón Bragason

Björn Jón Bragason skrifar Eitt af fyrstu verkum borgarstjórnarmeirihluta Jóns Gnarrs og Samfylkingarinnar var að stofna áróðursmáladeild í ráðhúsinu, en þar vinna nú alls fjórtán manns á kostnað reykvískra útsvarsgreiðenda. Ráðríkir valdhafar hafa á öllum tímum lagt mikið upp úr því að hafa á að skipa öflugum áróðursmeisturum til að fegra ímynd sína og um leið beita brögðum til að afflytja boðskap pólitískra andstæðinga. Áróðursmáladeild Dags B stýrir fyrrverandi ritstjóri Séð & heyrt, sem hefur ítrekað misnotað aðstöðu sína á samfélagsmiðlum og flutt pólitískt erindi vinstrimeirihlutans í nafni Reykjavíkurborgar, líkt og sagt var frá í fréttum í gær, en undirrituðum…

Björgun fari ekki í íbúðabyggð

Björgun

Hverfisráð Laugardals bókaði samhljóða í nóvember um að ráðið leggist alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráðið taldi að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og lagði áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum að þessu tagi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir með hverfisráði Laugardals á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Sögðu þeir að starfsemi Björgunar á ekki heima í nánd við íbúabyggð. Þess vegna þarf að færa starfsemina frá Bryggjuhverfinu en engin lausn er að færa hana að annarri íbúabyggð í nágrenni Sundahafnar. Finna þarf starfsemi Björgunar framtíðarstaðsetningu sem allra…

Vilja ekki Björgun í Sundahöfn

Björgun

Björn Jón Bragason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hverfisráði Laugardals, lagðist gegn þeim hugmyndum að færa Björgun í Sundahöfn. Björgun sem stendur í dag við Sævarhöfða mun flytja þaðan innan næstu tveggja ára þar sem samningur þeirra við Reykjavíkurborg rennur út eftir uþb. 2 ár. Hverfisráð Laugardals leggst alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráð telur að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og leggur áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum af þessu tagi. Allt hverfisráðið tók undir og samþykkti bókunina.

Fólkið okkar um helgina

kjartan_21km_2014

Menningarnótt fór fram á laugardaginn ásamt því að öll þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoninu voru slegin. Fólkið okkar var út um allt um helgina og má sjá nokkrar myndir af þeim hér að neðan. Halldór Halldórsson dansaði með Færeyingum á Menningarnótt. Áslaug María Friðriksdóttir gekk upp á Esjuna fyrir helgi. Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru mættar á flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sá Justin Timberlake í gær. Björn Jón Bragason var í góðum hópi á Naustabryggju á laugardaginn. Magnús Sigurbjörnsson hljóp boðhlaup á laugardaginn til styrktar Reykjadals. Örn Þórðarson hljóp 10km.

Bruni í Skeifunni

bruninn-i-skeifunni

Okkar fólk á var duglegt á samfélagsmiðlum í kjölfar brunans í Skeifunni í gærkvöldi. Hér að neðan má sjá nokkrar uppfærslur og myndir frá því í gær.           Reykjavik on fire pic.twitter.com/2ZOZE1sGyj — Herdis Anna Thorvald (@HerdisThorvalds) July 6, 2014   Gamlir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu líka í sér heyra á Twitter eins og sjá má hér að neðan. Kannski súrt að segja það á meðan eldur logar en ég vona að ný Skeifa verði fögurri en sú sem brennur. #aðalskipulag #byggjumhærra — Þorbjörg Helga (@thorbjorghelga) July 7, 2014   Myndirnar af Skeifubrunanum voru komnar á Twitter…