Óska eftir upplýsingum um verkferla

Áslaug og Börkur

Á fundi velferðarráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu: Óskað er eftir upplýsingum um það verkferli sem viðhaft er þegar barn eða fatlaður einstaklingur sem ekki getur tjáð sig neitar að fara með ferðaþjónustu eða finnst ekki þegar ferðaþjónustu ber að garði. Fer eitthvað tilkynningarferli af stað og hvernig er því háttað. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða reglur eigi við á þeim stöðum sem annast fatlaða s.s. Hitt húsið, skammtímavistanir, dagvistanir og fleira. Á hvaða tímapunkti er haft samband við foreldra? Er þetta verkferli kynnt og kennt til dæmis á námskeiðum sem starfsmenn sækja? Áslaug…

Börkur sat borgarstjórn

Börkur í borgarstjórn

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag. Á Facebook síðu birti hann ofangreinda mynd af sér á fyrsta fundinum og skrifaði: Í dag sit ég fyrsta borgarstjórnarfundinn minn. Fyrir þau sem eru að velta fyrir sér frama í borgarpólitík get ég sagt frá því að kaffið hérna er lapþunnt og kexið sem boðið er uppá er gamalt. Ég held ég sé kominn með baráttumál fyrir næstu kosningar: „Betra kex í borgarstjórn, betra kaffi, betri borg!“

Börkur ræddi fréttir vikunnar

borkur_thorbjorg

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ræddu saman fréttir vikunnar í Bítinu í morgun. Hægt er að hlusta á spjallið við þau hér á vef Vísis.is Mynd: visir.is

Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum. Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins. Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Mætti ná betri árangri með Atvinnutorgi

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar, lögðu fram tillögu þess efnis að ástæða væri til að auka við þjónustu Atvinnutorgs Reykjavíkur en Atvinnutorg í Reykjavík er atvinnutengt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16 – 30 ára, óhað rétti þeirra til atvinnuleysisbóta. Atvinnutorg sinnir sérstaklega því fólki sem er án bótaréttar en einnig þeim einstaklinglinum sem eru að missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eða þurfa frekari einstaklingsmiðaðri stuðning við að koma sér út á vinnumarkaðinn. Áslaug María telur að Atvinnutorg hafi reynst vel til þess að aðstoða fólk til að komast af fjárhagsaðstoð. Ein af meginstefnum velferðarsviðs…

Ósammála um fjárhagsaðstoð

Fjarhagsadstod2014

Á fundi velferðarráðs þann 26. júní sl. var rætt um skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í skýrslunni er fjallað um gildi þess að skilyrða fjárhagsaðstoð við til dæmis það að mæta og taka þátt í verkefnum og annað slíkt. Niðurstaða skýrslunnar er á þessa leið: „Samdóma niðurstaða þeirra heimilda sem skoðaðar voru er að skilyrðingar hafa ótvíræð áhrif við að hvetja þá einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð og á annað borð geta unnið til að leita sér að launavinnu. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um ungt fólk er að ræða“. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sitja…

Hildur og Magnús í mannréttindaráði

Hildur-Magnus

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, eru fulltrúar okkar í mannréttindaráði á komandi kjörtímabili. Magnús sat sem aðalmaður í mannréttindaráði í lok kjörtímabils í fyrra en Hildur hefur ekki átt fast sæti þar áður. Marta Guðjónsdóttir og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúar, eru varamenn okkar í ráðinu.

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði

Júlíus og Marta

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- og ferðamálaráði. Þau sátu hvorug í ráðinu á síðasta kjörtímabili en Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður Íslensku Óperunnar um talsvert skeið. Börkur Gunnarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eru varamenn okkar í ráðinu.

Velferðarkerfi borgarinnar á tímamótum

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði telja velferðarþjónustuna í Reykjavíkurborg standa á tímamótum. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs í gær þar sem forsendur fjárhagsáætlunar ráðsins voru lagðar fram til kynningar. Þegar horft er nokkur ár fram í tímann er ljóst að mæta þarf þjónustuþörf stærri hlutfalls íbúa sökum öldrunar og að skort hefur á þjónustu við fatlaða sem og að þjónustan er ekki veitt með nógu sveigjanlegum og persónulegum hætti. Mjög mikla áherslu þarf að leggja á hvernig þjónustukerfið í Reykjavík þarf að breytast til að vera í stakk búið til að mæta þessu aukna…