Elísabet kom inn í borgarstjórn

Halldór Marta Elísabet

Elísabet Gísladóttir, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund en hún kom inn á fundinn síðasta klukkutímann fyrir Kjartan Magnússon. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sem sat einnig á fundinum smellti meðfylgjandi mynd af henni og Elísabetu ásamt Halldóri, sem undirritaður hefur nú séð brosa meira. Við óskum Elísabetu til hamingju með að hafa setið sinn fyrsta borgarstjórnarfund.

Umræða um opinn íbúafund

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarstjórnarfundi í gær var tekin umræða um opinn íbúafund vegna deiliskipulags á Nýlendureit. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu nýlega vel í sér heyra í borgarráði um málið en nú kom umræða um málið í borgarstjórn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu eftirfarandi eftir að umræðum lauk: Opnir íbúafundir eru ein helsta leið borgarbúa til að láta rödd sína heyrast. Þegar óskir berast um að slíkir fundir verði haldnir ætti borgin að taka því fagnandi og bregðast við. Það vekur því furðu að tekið skuli neikvætt í að halda fund um skipulag Nýlendurreits og næsta nágrennis og tillögu um slíkt vísað frá í borgarráði. Reynslan…