Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.

Í dag getum við

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag göngum við Reykvíkingar til kosninga. Við gerum upp við kjörtímabilið sem er að líða og ákveðum hvernig við viljum að borginni okkar verði stjórnað næstu fjögur ár. Það skiptir miklu að við notum kosningaréttinn, því aðeins þannig höfum við áhrif á stjórn borgarinnar og veitum fulltrúum okkar í borgarstjórn nauðsynlegt aðhald. Í kjörklefanum erum við ein, öðrum óháð og öll jöfn. Þess vegna hafa öll atkvæði jöfn áhrif og öll þeirra ráða úrslitum. Í dag getum við kosið um raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á borginni, – það má ekki láta hagsmuni okkar Reykvíkinga reka á reiðanum lengur. Í…