Gleymum ekki atvinnulífinu

reykjavik_husnaedi_mynd2

Húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar var tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki sé meira tillit tekið til atvinnulífsins og að meirihlutinn sé að gleyma atvinnulífinu, eingöngu sé einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði en skortur er á lóðum fyrir atvinnulífið. Það er eingöngu einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði sem er mikilvægt en það þarf að sinna atvinnulífinu líka því atvinnulífið er grunnurinn að búsetu og lífsgæðum í borginni. Hann talaði einnig um að stærri hópur vildi eiga sitt húsnæði og það væri mjög mikilvægt að stuðla að því að fólk geti keypt húsnæði á sómasamlegu verði. Fólk…

Á móti frumvarpi Framsóknarmanna

halldorhalldorsson_stod2

Á dögunum kynntu fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins frumvarp sem snýr að því að Alþingi taki yfir skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar af Reykjavíkurborg. Í greinargerð frumvarpsins segir: „Í hinni þéttbýlu miðborg Reykjavíkur hafa á liðnum árum risið álitamál um fyrirkomulag skipulags og mannvirkjagerðar á Reykjavíkurflugvelli. Við úrlausn slíkra mála er ljóst að ekki fara alltaf saman hagsmunir Alþingis, Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar. Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.”  Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali út af málinu í fréttum…

Dýrara að búa í Reykjavík

Johannes Jansson/norden.org

Á borgarstjórnarfundi í gær var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í fyrri umræðu en þar máttu oddvitar flokkana eingöngu taka til máls. Halldór Halldórsson, gagnrýndi fjárhagsáætlun borgarinnar harkalega og talaði um að aðalsjóður borgarinnar myndi skila rúmlega 5 milljarða króna halla á næsta ári og að veltufé frá rekstri hefur ekki verið jafn lágt í rúmlega áratug. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram að reka sömu stefnu og frá síðasta kjörtímabili. Kostnaður meðalfjölskyldu í Reykjavík með þrjú börn er 2,2 milljónir sem hún greiðir til borgarinnar á ári að meðtöldu útsvari. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram að auka álögur…

Veltufé frá rekstri lægst í Reykjavík

1veltufe_frarekstri_reykjavik

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í gær. Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartímabilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta fjárhagsáætlunarinnar og hefur ekki verið lægra í meira en áratug. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög. Miðað við þessar tölur sést að meirihlutinn er að reksturinn er að skila minna og minna á hverju ári. „Það er mjög alvarlegt“, sagði Halldór á fundinum.  

Notaði glærur í borgarstjórn

Halldór kynnir í borgarstjórn

Á borgarstjórnarfundi í dag vakti athygli er Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, notaði glærur á borgarstjórnarfundi undir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2015. Ekki er algengt að borgarfulltrúar noti glærukynningar á borgarstjórnarfundum en þykir það mjög miður að ekki sé hægt að nýta tæknina betur á fundum borgarstjórnar. Halldór sýndi nokkur gröf sem var mjög erfitt að útskýra í beinum texta og þótti því tilvalið að notast við tæknina í þessu tilviki. Óþarfa vesen er þó að fá leyfi til þess að fá að nota glærur í borgarstjórn og vonandi að borgarfulltrúar geti án vankvæða notað glærukynningar á ræðum…

5 milljarða halli á aðalsjóði borgarinnar

rekstur_adalsjods

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í dag en eingöngu voru oddvitar flokkanna tóku til máls. Halldór Halldórsson, talaði um alvarlega stöðu aðalsjóðs borgarinnar sem mun á næsta ári skila 5 milljarða halla. Meðfylgjandi mynd sýnir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 muni skila um 4,6 milljarða halla en hann mun aukast fyrir árið 2015. „Rekstur borgarsjóðs veldur mér verulegum áhyggjum. Þróun á rekstri borgarsjóðs, gefur tilefni til að hafa áhyggjur af framtíðarmöguleikum Reykjavíkurborgar til að veita þá þjónustu sem íbúarnir þurfa í dag og fram í tímann“, segir Halldór.

Endurbætur á gamla Gufunesveginum

gufunesvegurinn

Á fundi borgarráðs í síðustu viku fluttu þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, tillögu um að ráðist verði í endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi og hann settur á snjóruðningslista borgarinnar í því skyni að tryggja öryggt aðgengi að sjúkrahúsinu. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Jafnframt óskuðu þeir eftir því að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið yrði bætt. Malarstígur meðfram Stórhöfða verði malbikaður og tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur, og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn…

Fjölmenni á fundi um flugvöllinn

flugvollur_neydarbraut_hildarendi

Mikill hiti hefur skapast í kringum umræður um byggingu á Valssvæðinu og hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mótmælt því að deiliskipulagið þar sé samþykkt þar sem enn er nefnd að störfum um staðarval flugvallarins. Ekki er ljóst hvenær hún muni skila niðurstöðum en vonandi að það verði á næstu sex mánuðum. Í gærkvöldi var haldinn fundur á vegum samtakanna Hjartað í Vatnsmýri og var hann vel sóttur. Samtökin hafa barist fyrir því að flugvöllurinn sé og verði í Vatnsmýri. Sjá nánar frétt um fundinn hér á vef mbl.is. Afgreiða átti skipulagið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í morgun en það var ekki gert og var…

Umræða um opinn íbúafund

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarstjórnarfundi í gær var tekin umræða um opinn íbúafund vegna deiliskipulags á Nýlendureit. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu nýlega vel í sér heyra í borgarráði um málið en nú kom umræða um málið í borgarstjórn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu eftirfarandi eftir að umræðum lauk: Opnir íbúafundir eru ein helsta leið borgarbúa til að láta rödd sína heyrast. Þegar óskir berast um að slíkir fundir verði haldnir ætti borgin að taka því fagnandi og bregðast við. Það vekur því furðu að tekið skuli neikvætt í að halda fund um skipulag Nýlendurreits og næsta nágrennis og tillögu um slíkt vísað frá í borgarráði. Reynslan…

Heimsóttu Kaffihús Vesturbæjar

halldor_aslaug

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins heimsóttu nýtt kaffihús í Vesturbænum, Kaffihús Vesturbæjar, eftir borgarstjórnarfund í síðustu viku. Kaffihús Vesturbæjar er staðsett á Hofsvallagötu við hliðiná Gamla Apótekinu í Vesturbæ. Kaffihúsið sem Vesturbæingar hafa vel fagnað lýtur mjög vel út og eru fyrstu dagar þess vel sóttir samkvæmt því sem við heyrum. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem stendur á bakvið kaffihúsið. Matseðillinn var því miður ekki tilbúinn þegar við mættum á svæðið en drykkirnir voru góðir. @xdreykjavik Og hvað? Á ekkert að gefa neina einkunn? — Kaffihús Vesturbæjar (@kaffivest) October 7, 2014 @kaffivest Frábærir drykkir. Bíðum spennt eftir matseðlinum. —…