Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

halldor_samband

Borgarfulltrúar allra flokka sátu í dag og í gær á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík. Sambands íslenskra sveitarfélaga sér um ráðstefnuna en á ráðstefnuna koma borgar-, bæjar- og héraðsfulltrúar af öllu landinu. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og jafnframt formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setti ráðstefnuna í gærmorgun en hann fór yfir nokkur mál sem að sveitarfélögin glíma við um þessar mundir. Hann minnti meðal annars á þá þversögn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir sem er krafan um að minnka hið opinbera kerfi um leið og þjónustuþörfin eykst til dæmis vegna fjölgunar aldraðra.  Hann benti á…

Fagna stofnun Friðarseturs

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi í gær var samþykkt að stofna Friðarsetur í samstarfi við Alþjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi Friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með…

Reykvíkingar verði vel upplýstir

eldgos

Á borgarráðsfundi fyrir tveim vikum spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fyrir um stöðu almannavarnarmála í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði grein um málið. Á fundi borgarráðs í gær komu svör um málið. Fram kemur í svarinu að unnið sé að uppfærslu á viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotum við Bárðarbungu og að til staðar er áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykvíkingar fái sem ítarlegar upplýsingar um áhættumatið og viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls. Leiðbeiningum um viðbrögð verði komið til borgarbúa. Eftir því sem íbúar þekkja betur til þessara mála verður öryggistilfinning…

Óska eftir íbúafundi vegna nýrrar kirkju

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarráðsfundi í dag óskuðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eftir því að efnt væri til opins íbúafundar um deiliskipulag Nýlendureits. Þetta yrði gert til þess að kynna fyrir íbúum fyrirhugaða staðsetningu kirkjulóðar á reitnum og tillögu um nýja staðsetningu á horni Seljavegar og Mýrargötu. Þá verði fulltrúum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi sérstaklega boðið að kynna sjónarmið sín á fundinum. Borgarráðsfulltrúarnir óskuðu þess að skipulagsfulltrúinn í Reykjavík myndi efna til fundarins skyldi tillagan vera samþykkt en tillögunni var frestað. Mynd: Íbúasamtök Vesturbæjar.

Skora á ráðherra

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í morgun lögðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram ályktunartillögu um flutning Fiskistofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til vandaðrar stjórnsýslu af hálfu ríkisins, ekki síst þegar fjallað er um mál sem varða stóra hópa starfsfólks opinberra stofnana á borð við Fiskistofu. Ákvörðun um flutning Fiskistofu er dæmi um óundirbúinn og óvandaðan flutning stofnunar. Enda virðist niðurstaðan verða sú að fæst ef nokkuð af starfsfólkinu flytur með og ríkissjóður verður fyrir óþarfa kostnaði. Ráðherra er hvattur til þess að falla frá þessum áformum. Með sama hætti er erfitt að sjá hvernig ný stofnun sem félags-…

Halldór endurkjörinn

Halldór á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í dag endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins á Akureyri. Halldór hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 2006. Talsverð endurnýjun var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en hér að neðan má finna aðal- og varamenn í stjórninni. ( Aðalmenn Varamenn Reykjavíkurkjördæmi Halldór Halldórsson Reykjavíkurborg (D) Áslaug M. Friðriksdóttir Reykjavíkurborg (D) Björk Vilhelmsdóttir Reykjavíkurborg (S) Skúli Þór Helgason Reykjavíkurborg (S) S. Björn Blöndal Reykjavíkurborg (Æ) Elsa Hr. Yeoman Reykjavíkurborg (Æ) Suðvesturkjördæmi Gunnar Einarsson Garðabæ (D) Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ (D) Gunnar Axel Axelsson Hafnarfjarðarkaupstað (S) Margrét Lind Ólafsdóttir Seltjarnarnesbæ (S) Norðvesturkjördæmi Jónína Erna Arnardóttir Borgarbyggð (D) Ólafur G. Adolfsson Akraneskaupstað (D) Halla Sigríður Steinólfsdóttir Dalabyggð…

Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum. Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins. Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Staða félagslegra íbúða í Reykjavík

reykjavik_husnaedi_mynd2

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku var rætt um stöðu félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. Halldór Halldórsson spurði borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu af því hvernig ætlar meirihlutinn að standa við þau loforð um það að byggja 2500-3000 íbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vara við því að skilgreindur verði nýr hópur leigjenda á markaði í félagslegri þörf eins og hugmyndir um svokölluð Reykjavíkurhús meirihlutans ganga út á. Mikilvægara er að forgangsraða aðgerðum þannig að félagslegu húsnæði fyrir þann hóp sem er í brýnni þörf fjölgi. Reykjavíkurborg á að tryggja að grundvöllur skapist fyrir öflugan leigumarkað þar sem einkaaðilar sjá hag…

Staða almannavarnamála í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Við Íslendingar búum víða við náttúruvá af ýmsum toga. Víða þarf að gera ráðstafanir vegna ofanflóða hvort sem það eru skriður eða snjóflóð. Þá má reikna með sjávarflóðum og svo eru það jarðskjálftarnir og eldgosin. Lykilatriði gagnvart náttúruvá er undirbúningur, forvarnir, fræðsla, áætlanir og þjálfun sem allra flestra. Upplýsingar til almennings skipta sköpum um að viðbrögð við sérstakar aðstæður séu rétt af hendi sem flestra. Röng viðbrögð geta nefnilega breytt viðráðanlegu ástandi í óviðráðanlegt. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls rifja upp þá staðreynd að við búum við náttúrvá víða um landið. Þá vakna spurningar hjá mörgum um…

Eldgos í Reykjavík?

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í gær um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæði og nágrenni. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð á þéttbýlasta svæði landsins. Sérstaklega óskuðu þeir eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif þau gætu haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig hið daglega líf hins almenna borgara. Óskuðu þeir eftir að fenginn verði sérfræðingur frá Almannavörnum á fund borgarráðs til að upplýsa um áhættumat fyrir höfuðbogarsvæðið og samstarf sveitarfélaga…