Afgreiðsla máls tók rúmlega 3 ár

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram umræða um áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa. Embætti umboðsmanns borgarbúa var stofnað á borgarstjórnarfundi í maí 2012. Umboðsmaður borgarbúa á að leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veita þeim ráðgjöf um rétt sinn. Í skýrslunni sem talað var um á fundinum í dag segir að í upphafi var áætlað að á bilinu 60-100 mál myndu berast embættinu á tilraunatímabilinu en heildarfjöldi mála endaði í 423. „Af málafjölda má ráða að þörf hafi verið fyrir að taka á ýmsum málum í stjórnsýslunni. En spurningin er áleitin um hvort þörf hafi verið á sérstökum umboðsmanni…

Fyrsti málefnafundur Óðins

halldorh_eirikur_ingibjorg_odinsfundur

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, var gestur Málfundafélagsins á fyrsta málefnafundi þess í Valhöll á laugardainn sl. Halldór fór yfir stöðuna í borgarmálum og kom meðal annars inn á rekstur borgarinnar og benti þar á að mörg sveitarfélög hafa bætt rekstur sinn og að 14 sveitarfélög á landinu eru ekki að fullnýta útsvarið. Reykjavík virðist ekki vera að ná að taka til í rekstrinum og skuldasöfnun borgarinnar er óviðunandi. Þá voru húsnæðismálin einnig rædd ásamt skipulagsmálum. Fundarmenn höfðu áhyggjur af útvistarsvæðum í borginni en þau ber að verja fyrir ágangi skipulagstillagna meirihlutans. Stjórn Óðins þakkar Halldóri góðan fund og…

Ekkert samráð við borgarbúa í Borgartúni

borgartun28

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óánægðir með að enginn íbúafundur yrði haldinn í Borgartúni vegna breytinga á deiliskipulagi á Borgartúni 28 og 28a. Lagt var til í borgarráði fyrir 3 vikum síðan af hálfu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarráð fæli umhverfis- og skipulagsráði að halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið yrði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi. Tillögunni var frestað á þeim fundi og var borin upp aftur í borgarráði nú á fimmtudaginn. Sambærileg tillaga var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði þann…

Halldór talar á opnum fundi á laugardaginn

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verður gestur opins málfundar Óðins á laugardaginn nk. en félagið hyggst halda vikulega málfundi á laugardagsmorgnum kl. 10:30 í vetur í Valhöll. Á fundinum ætlar Halldór að fara yfir málefni borgarinnar og málefni líðandi stundar. Allir eru velkomnir.

Minnihlutinn fær sæti

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemd við af hverju að minnihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn + Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir) fái ekki sæti í ferlinefnd fatlaðra. Samkvæmt samþykktum nefndarinnar er ferlinefnd fatlaðs fólks skipuð 6 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarráð kýs einn fulltrúa sem skal vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa og skal í tilnefningunni taka tillit til mismunandi aðgengisþarfa, svo sem aðgengi hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra. Þroskahjálp tilnefnir einn fulltrúa og Félag eldri borgara tilnefnir einn fulltrúa. Ferlinefnd mótar stefnu í ferlimálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til umhverfis- og skipulagsráðs sem varða verksvið hennar….

Gagnrýniverður meirihlutasamningur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag[2. sept] sátum við okkar fyrsta fund í borgarstjórn eftir sumarfrí. Þetta er því minn annar borgarstjórnarfundur frá kosningum í vor. Nefndir og ráð hafa starfað í sumar og fundar t.d. borgarráð því sem næst vikulega yfir sumarið en að jafnaði vikulega allt árið. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði höfum flutt þar tillögur um endurskoðun aðalskipulags, að unnin verði stefnumótun í styrkjamálum borgarráðs, lagt fram gagnrýni á kostnað við stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, gagnrýni á 6 mánaða uppgjör borgarsjóðs og fyrirtækja ásamt fleiru sem við fylgjum svo eftir í borgarstjórn. Bara borgarrekstur Mestur tími á þessum borgarstjórnarfundi fór í…

Lítill fókus á rekstur borgarinnar

halldorh_borgarstjorn0209

Á borgarstjórnarfundi í gær var samstarfssáttmáli meirihlutans á dagskrá. Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru í pontu og gagnrýndu sáttmálann. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á að einungis væri talað um borgarsjóð á einum stað og ekkert að öðru leyti um rekstur borgarinnar í samstarfssáttmálanum. Hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir rekstrarstöðu borgarinnar. Halldór vísaði í McKinsey skýrsluna sem samstarfsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi vinnur eftir, sem segir nauðsynlegt að minnka hið opinbera kerfi og það þarf að gerast í áföngum á mörgum árum. Halldór spurði einnig hvort að Píratar myndu ekki beita sér fyrir að viðhafa opnari og lýðræðislegri…

Nýtt ráð í borginni of dýrt

Halldór og Júlíus Vífill

Nýstofnað stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verður kostnaðarsamt fyrir borgarbúa. Þetta segja Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sem sitja í borgarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á fundi borgarráðs í síðustu viku spurðust þeir fyrir um kostnað þessarar nýju nefndar en formaður nefndarinnar verður Halldór Auðar Svanson, oddviti Pírata. Það er mikilvægt að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fer þá í hóp borgarráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs í ráð sem eru í flokki 1 og telst því nýja ráðið eitt af stærri ráðum borgarinnar. Sem dæmi…

Áætlanir stóðust ekki

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar – júní 2014 ber með sér að rekstur borgarsjóðs hefur versnað milli ára og er 600 milljónum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á borgarsjóði eru rúmir 2,3 milljarðar kr. en var 1,9 milljarðar kr. árið á undan. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er einnig verri þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á eignum Félagsbústaða sem er reiknuð tala upp á 2,4 milljarða kr. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja að rekstrarniðurstaðan sé óviðunandi þrátt fyrir hækkun útsvarstekna um tæpan 1 milljarð kr. „Þessi niðurstaða á rekstri borgarsjóðs kallar á uppstokkun og nýja…

Stefnuleysi í styrkveitingum borgarráðs

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar okkar í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Tillögunni var frestað.