Halldór fimmtugur í dag

halldorhalldorsson_kajak

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er fimmtugur í dag. Halldór, sem hefur mikinn áhuga á útivist, rekur lítið fyrirtæki á Vestfjörðum eða nánar tiltekið í Ögri. Halldór hefur mikinn áhuga á sjókajak íþróttinni og fer reglulega í kajakaferðir bæði á vegum fyrirtækisins sem hann rekur og einnig sér til skemmtunar. Sagan segir að hann ætli að halda mikla veislu í Ögri í Ísafjarðardjúpi í kvöld og fagna stórafmælinu með vinum og vandamönnum. Við óskum Halldóri innilega til hamingju með daginn.

Erfitt að koma sér upp sínu eigin húsnæði

Krani

Á fundi borgarstjórnar 20. maí sl. lögðum við fram tillögu að því að skipuð yrði nefnd sérfræðinga í neytendalánum sem geri tillögur til ráðsins að því hvernig laga má lánastarfsemi borgarinnar vegna sölu byggingarréttar að nýju lagaumhverfi. Á sama fundi lögðum við einnig fram tillögu sem sneri að því að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að hefja uppbyggingu í Reykjavík og lögðum til að reglur um sölu byggingarréttar yrðu rýmkaðar. Báðar tillögurnar voru felldar á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sátu í borgarráði á fimmtudaginn og töldu meirihluta borgarstjórnar leggja stein í götu þeirra sem vilja koma sér…

Endurskoða ekki aðalskipulagið

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Meirihlutinn í borginni ákvað á borgarráðsfundi í gær að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði töldu það nauðsynlegt að taka þyrfti upp aðalskipulagið á ný til þess að meiri heildarsátt milli borgarbúa næðist um aðalskipulagið. Halldór og Júlíus Vífill gerðu þá tillögu að stofnaður yrði faglegur vinnuhópur sem hefði það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur ákvörðun um hvort aðalskipulagið verði endurskoðað í upphafi nýs kjörtímabils eins og…

Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta…

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Geta ekki sótt skóla í sínu hverfi

Engjaskóli

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju kjörtímabili lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn vegna sameiningar grunnskóla sem var framkvæmd á árunum 2011-2012. Fyrirspurnin var svohljóðandi: Við sameiningu grunnskóla í Reykjavík árin 2011-2012 var því heitið að nemendur í 6. og 7. bekk myndu áfram sækja skóla í sínu heimahverfi. Nú hefur verið tilkynnt að frá og með næsta hausti geti nemendur í 6. og 7. bekk Engjaskóla ekki lengur sótt skóla í sínu heimahverfi heldur þurfi þeir að fara í Borgaskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin, með hvaða hætti hún var tekin og hvort samráð hafi verið haft við foreldra…

Tísti af fyrsta borgarráðsfundi

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Halldór Halldórsson sat sinn fyrsta borgarráðsfund þann 19. júní sl. og tísti/twittaði Halldór af fundinum neðangreint. Sit minn fyrsta borgarráðsfund. Gott að hafa öfluga stefnu til að styðjast við í aðhaldi við störf neirihlutans. — Halldór Halldórsson (@HalldorRvk) June 19, 2014 Varamenn í borgarráði eru Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar.

Jómfrúarræða Halldórs

Jómfrúarræða Halldórs

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom í pontu undir fjórða lið dagskrár borgarstjórnar sem var tillaga nýs meirihluta um stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að breyta nafni stjórnkerfisnefndar í stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Ráðið verði í 1. flokki skv. samþykktum um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa og vinnu við endurskoðun samþykktar fyrir ráðið verði lokið fyrir fyrsta fund borgarstjórnar í haust.“ Nefndin hét áður stjórnkerfisnefnd en Halldór Halldórsson gagnrýndi nefndina á fundinum og lagði áherslu á að nefndin yrði ekki stofnuð fyrr en erindisbréf yrði unnið, samþykktir fyrri nefndar skoðaðar betur sem hvergi var hægt að finna. Nýr…

Fyrsta borgarstjórnarfundi lokið

Magnús, Hildur, Áslaug og Kjartan

Þann 16. júní sl. var haldinn fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili þar sem fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti á fundinum. Það voru þau Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi. Við tókum eina mynd af okkur eftir fundinn en því miður rétt misstum við af þeim Halldóri og Júlíusi Vífili.

Vinstrisinnaðasti meirihluti frá upphafi

Heimild: RÚV

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur nýjan meirihluta vera sá vinstrisinnaðasta frá upphafi. Hann telur að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til þess að ráðast í þær aðgerðir sem nýr meirihluti Reykjavíkurborgar stefnir að. Samkvæmt samstarfssáttmála nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Pírata og Vinstri grænna segir að 300 milljónir fari til skóla- og frístundamála á næstu 2-3 árum og að frístundakortið verður hækkað upp í 35 þúsund krónur. Halldór segir augljóst að meirihlutinn ætli ekki að standa við gefin loforð en Samfylkingin sagði í kosningabaráttunni að þau myndu hækka frístundarkortið upp í 50 þúsund krónur á hvert barn. „Ef það…