Fagna stofnun Friðarseturs

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi í gær var samþykkt að stofna Friðarsetur í samstarfi við Alþjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi Friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með…

Reykvíkingar verði vel upplýstir

eldgos

Á borgarráðsfundi fyrir tveim vikum spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fyrir um stöðu almannavarnarmála í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði grein um málið. Á fundi borgarráðs í gær komu svör um málið. Fram kemur í svarinu að unnið sé að uppfærslu á viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotum við Bárðarbungu og að til staðar er áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykvíkingar fái sem ítarlegar upplýsingar um áhættumatið og viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls. Leiðbeiningum um viðbrögð verði komið til borgarbúa. Eftir því sem íbúar þekkja betur til þessara mála verður öryggistilfinning…

Óska eftir íbúafundi vegna nýrrar kirkju

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarráðsfundi í dag óskuðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eftir því að efnt væri til opins íbúafundar um deiliskipulag Nýlendureits. Þetta yrði gert til þess að kynna fyrir íbúum fyrirhugaða staðsetningu kirkjulóðar á reitnum og tillögu um nýja staðsetningu á horni Seljavegar og Mýrargötu. Þá verði fulltrúum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi sérstaklega boðið að kynna sjónarmið sín á fundinum. Borgarráðsfulltrúarnir óskuðu þess að skipulagsfulltrúinn í Reykjavík myndi efna til fundarins skyldi tillagan vera samþykkt en tillögunni var frestað. Mynd: Íbúasamtök Vesturbæjar.

Skora á ráðherra

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í morgun lögðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram ályktunartillögu um flutning Fiskistofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til vandaðrar stjórnsýslu af hálfu ríkisins, ekki síst þegar fjallað er um mál sem varða stóra hópa starfsfólks opinberra stofnana á borð við Fiskistofu. Ákvörðun um flutning Fiskistofu er dæmi um óundirbúinn og óvandaðan flutning stofnunar. Enda virðist niðurstaðan verða sú að fæst ef nokkuð af starfsfólkinu flytur með og ríkissjóður verður fyrir óþarfa kostnaði. Ráðherra er hvattur til þess að falla frá þessum áformum. Með sama hætti er erfitt að sjá hvernig ný stofnun sem félags-…

Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum. Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins. Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Eldgos í Reykjavík?

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í gær um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæði og nágrenni. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð á þéttbýlasta svæði landsins. Sérstaklega óskuðu þeir eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif þau gætu haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig hið daglega líf hins almenna borgara. Óskuðu þeir eftir að fenginn verði sérfræðingur frá Almannavörnum á fund borgarráðs til að upplýsa um áhættumat fyrir höfuðbogarsvæðið og samstarf sveitarfélaga…

Beðið eftir niðurstöðum staðarvalsnefndar

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, sátu hjá er samþykkt var að setja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina sat einnig hjá. Ástæðan fyrir hjásetunni er sú að enn er ekki búið að finna flugvellinum framtíðarstaðsetningu. Staðarvalsnefnd undir stjórn Rögnu Árnadóttur starfar nú en vænta má niðurstöðu frá þeirri nefnd seinna á þessu ári. Þeim finnst tillagan að nýju svæðisskipulagi að mörgu leyti metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur…

Afgreiðsla máls tók rúmlega 3 ár

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram umræða um áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa. Embætti umboðsmanns borgarbúa var stofnað á borgarstjórnarfundi í maí 2012. Umboðsmaður borgarbúa á að leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veita þeim ráðgjöf um rétt sinn. Í skýrslunni sem talað var um á fundinum í dag segir að í upphafi var áætlað að á bilinu 60-100 mál myndu berast embættinu á tilraunatímabilinu en heildarfjöldi mála endaði í 423. „Af málafjölda má ráða að þörf hafi verið fyrir að taka á ýmsum málum í stjórnsýslunni. En spurningin er áleitin um hvort þörf hafi verið á sérstökum umboðsmanni…

Ekkert samráð við borgarbúa í Borgartúni

borgartun28

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óánægðir með að enginn íbúafundur yrði haldinn í Borgartúni vegna breytinga á deiliskipulagi á Borgartúni 28 og 28a. Lagt var til í borgarráði fyrir 3 vikum síðan af hálfu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarráð fæli umhverfis- og skipulagsráði að halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið yrði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi. Tillögunni var frestað á þeim fundi og var borin upp aftur í borgarráði nú á fimmtudaginn. Sambærileg tillaga var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði þann…

Minnihlutinn fær sæti

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemd við af hverju að minnihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn + Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir) fái ekki sæti í ferlinefnd fatlaðra. Samkvæmt samþykktum nefndarinnar er ferlinefnd fatlaðs fólks skipuð 6 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarráð kýs einn fulltrúa sem skal vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa og skal í tilnefningunni taka tillit til mismunandi aðgengisþarfa, svo sem aðgengi hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra. Þroskahjálp tilnefnir einn fulltrúa og Félag eldri borgara tilnefnir einn fulltrúa. Ferlinefnd mótar stefnu í ferlimálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til umhverfis- og skipulagsráðs sem varða verksvið hennar….