Konur fá minni verkefni og lægri laun

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu samstarfssáttmála meirihlutans á borgarstjórnarfundi í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, talaði um stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og sagði að gera megi ráð fyrir að kostnaður við þetta nýja ráð verði í kringum 150-200 milljónir á kjörtímabilinu. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verður sett í hóp stærstu málaflokka borgarinnar ásamt velferðar-, skipulags- og skólamálum. Hæstu nefndarlaun eru greidd fyrir setu í þessum ráðum enda fundir gjarnan langir og undirbúningur talsverður. Athygli vekur að af fimm fastanefndum í fyrsta flokki hefur einungis ein kona valist til forystu en það er formennska í velferðarráði. Í formannastólum allra hinna ráðanna sitja karlmenn….

Nýtt ráð í borginni of dýrt

Halldór og Júlíus Vífill

Nýstofnað stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verður kostnaðarsamt fyrir borgarbúa. Þetta segja Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sem sitja í borgarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á fundi borgarráðs í síðustu viku spurðust þeir fyrir um kostnað þessarar nýju nefndar en formaður nefndarinnar verður Halldór Auðar Svanson, oddviti Pírata. Það er mikilvægt að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fer þá í hóp borgarráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs í ráð sem eru í flokki 1 og telst því nýja ráðið eitt af stærri ráðum borgarinnar. Sem dæmi…

Vilja færa Einar Benediktsson

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á fundi borgarráðs í gær að færa styttu Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni sem stendur á Klambratúni. Óskuðu þeir eftir því að styttan yrði færð mögulega til Borgartúns í nágrenni Höfða. Með nýrri staðsetningu verði styttan gerð sýnilegri og minningu skáldsins og athafnamannsins sýndur viðeigandi sómi en 150 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Í samtali við Morgunblaðið segir Júlíus Vífill Ingvarsson að það sé merkilegt að ekki sé gert meira úr minningu Einars. „Hann var einn mesti skál­djöf­ur og at­hafnamaður þjóðar­inn­ar. Ak­ur­eyr­ing­ar gera meira úr sín­um skáld­um en við ger­um hér í Reykja­vík, af ein­hverj­um ástæðum,…

Áætlanir stóðust ekki

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar – júní 2014 ber með sér að rekstur borgarsjóðs hefur versnað milli ára og er 600 milljónum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á borgarsjóði eru rúmir 2,3 milljarðar kr. en var 1,9 milljarðar kr. árið á undan. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er einnig verri þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á eignum Félagsbústaða sem er reiknuð tala upp á 2,4 milljarða kr. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja að rekstrarniðurstaðan sé óviðunandi þrátt fyrir hækkun útsvarstekna um tæpan 1 milljarð kr. „Þessi niðurstaða á rekstri borgarsjóðs kallar á uppstokkun og nýja…

Stefnuleysi í styrkveitingum borgarráðs

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar okkar í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Tillögunni var frestað.

Notar Dagur bíl frá borginni?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs þann 22. maí sl. spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar. Þar óskuðu fulltrúarnir eftir því að vita hvort að Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarfulltrúi, hafi notað bíl í eigu Reykjavíkurborgar og hversu lengi hann hafi notið þessara bílafríðinda og hversu umfangsmikil þau hafi verið. Þá báðust þeir einnig eftir því að vita hvort að bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans hafi verið skertar í ljósi noktunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar. Nú fyrir helgi, þann 24. júlí sl. var lagt fram svar við fyrirspurninni þar sem sagt er að einn borgarfulltrúi hafi notið…

Erfitt að koma sér upp sínu eigin húsnæði

Krani

Á fundi borgarstjórnar 20. maí sl. lögðum við fram tillögu að því að skipuð yrði nefnd sérfræðinga í neytendalánum sem geri tillögur til ráðsins að því hvernig laga má lánastarfsemi borgarinnar vegna sölu byggingarréttar að nýju lagaumhverfi. Á sama fundi lögðum við einnig fram tillögu sem sneri að því að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að hefja uppbyggingu í Reykjavík og lögðum til að reglur um sölu byggingarréttar yrðu rýmkaðar. Báðar tillögurnar voru felldar á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sátu í borgarráði á fimmtudaginn og töldu meirihluta borgarstjórnar leggja stein í götu þeirra sem vilja koma sér…

Endurskoða ekki aðalskipulagið

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Meirihlutinn í borginni ákvað á borgarráðsfundi í gær að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði töldu það nauðsynlegt að taka þyrfti upp aðalskipulagið á ný til þess að meiri heildarsátt milli borgarbúa næðist um aðalskipulagið. Halldór og Júlíus Vífill gerðu þá tillögu að stofnaður yrði faglegur vinnuhópur sem hefði það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur ákvörðun um hvort aðalskipulagið verði endurskoðað í upphafi nýs kjörtímabils eins og…

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði

Júlíus og Marta

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- og ferðamálaráði. Þau sátu hvorug í ráðinu á síðasta kjörtímabili en Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður Íslensku Óperunnar um talsvert skeið. Börkur Gunnarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eru varamenn okkar í ráðinu.

Sitja í umhverfis- og skipulagsráði

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á þessu kjörtímabili. Júlíus Vífill og Hildur, sátu einmitt í umhverfis- og skipulagsráði á síðasta kjörtímabili. Varamennirnir í ráðið eru þau Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Fyrsti fundur nýs ráðs er einmitt í gangi núna.