Kjartan og Marta í ÍTR

Kjartan og Marta

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, verða aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í íþrótta- og tómstundarráði eða betur þekkt sem ÍTR. Kjartan og Marta hafa mikla reynslu af störfum innan íþrótta- og tómstundaráðs en þau sátu bæði í þessu ráði á síðasta kjörtímabili. Björn Gíslason og Lára Óskarsdóttir verða okkar varamenn í ráðinu.

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Tísti af fyrsta borgarráðsfundi

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Halldór Halldórsson sat sinn fyrsta borgarráðsfund þann 19. júní sl. og tísti/twittaði Halldór af fundinum neðangreint. Sit minn fyrsta borgarráðsfund. Gott að hafa öfluga stefnu til að styðjast við í aðhaldi við störf neirihlutans. — Halldór Halldórsson (@HalldorRvk) June 19, 2014 Varamenn í borgarráði eru Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar.

Vakti athygli á áheyrnarfulltrúum

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, vakti athygli á því í lok borgarstjórnarfundar 16. júní sl. að meirihlutinn tilnefndi áheyrnarfulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar. Kjartani fannst það mjög sérstakt að áheyrnarfulltrúum meirihlutans sé að fjölga í nefndum og ráðum borgarinnar. Sú staða getur þá komið upp að á fundum í sjö manna ráðum gætu setið sex fulltrúar frá meirihlutanum en aðeins þrír fulltrúar frá minnihlutanum.

Fyrsta borgarstjórnarfundi lokið

Magnús, Hildur, Áslaug og Kjartan

Þann 16. júní sl. var haldinn fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili þar sem fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti á fundinum. Það voru þau Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi. Við tókum eina mynd af okkur eftir fundinn en því miður rétt misstum við af þeim Halldóri og Júlíusi Vífili.

Goshvernum í Öskjuhlíð lokað

Goshverfinn Strókur í Öskjuhlíð

Búið er að loka goshvernum Strók, sem stendur við Perluna í Öskjuhlíð en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fulltrúi Reykjavíkurborgar hjá skrifstofu eigna- og atvinnurþróunar segir að það krefjist stöðugrar vöktunar að sinna goshvernum og rekstrarkostnaður sé of mikill. Kjart­ani Magnús­syni, finnst slæmt að Stróki sé ekki haldið við. „Perl­an er einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður borg­ar­inn­ar og lands­ins. Strók­ur hef­ur skipt máli í því sam­bandi og er því slæmt að hon­um sé ekki haldið við, sér­stak­lega að kom­in sé órækt í kring­um hver­inn.“

Óska eftir greinargerð um kosningar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, sátu sinn síðasta borgarráðsfund á þessu kjörtímabili, fimmtudaginn 5. júní sl. Á fundinum óskuðu þeir eftir greinargerð um framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga og talningu hennar. „Við rædd­um þetta í borg­ar­ráði í gær. Það er ljóst að þarna urðu ákveðnir hnökr­ar og við töld­um rétt að óska eft­ir grein­ar­gerð um fram­kvæmd­ina,“ sagði Kjart­an Magnússon um málið í sam­tali við mbl.is.

Hlíðarendabyggðinni rutt áfram

hlidarendabyggd.is

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarendabyggðar var lögð fram í borgarráði í dag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð í kringum Valssvæðið en nánari upplýsingar um Hlíðarendabyggðina má nálgast á vef um byggðina hér. Á fundinum andmæltu þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að deiliskipulagið yrði samþykkt á þeim forsendum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar séu ekki að virða hina þverpólitísku sátt milli ríkis og borgar sem gerð var um flugvöllinn. Borgarráðsfulltrúarnir gagnrýndu formann borgarráðs, Dag B. Eggertsson, fyrir að fara áfram á fullt skrið með byggðaráform í Vatnsmýrinni og virða ekki störf þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrrahaust. Nefndin,…

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.