Hjólað í vasa skattgreiðenda

KristinnKarl

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar. Á vef Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram um starfssvið hópsins: „Hjólaleigur eða Bike Sharing Systems hafa tryggt sér sess í fjölmörgum borgum erlendis þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur. Tilgangur þeirra er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna, á fyrirfram tilgreindum stöðum. Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum…

Er í lagi að spreða annarra manna pengingum eitthvað út í loftið?

KristinnKarl

Á fundi borgarráðs í þann 14. ágúst sl.  lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar flokksins  í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Afgreiðslu tillögunnar  var frestað. Tillaga sem þessi, felur ekkert annað í sér,  verði hún…