Fólkið okkar um helgina

kjartan_21km_2014

Menningarnótt fór fram á laugardaginn ásamt því að öll þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoninu voru slegin. Fólkið okkar var út um allt um helgina og má sjá nokkrar myndir af þeim hér að neðan. Halldór Halldórsson dansaði með Færeyingum á Menningarnótt. Áslaug María Friðriksdóttir gekk upp á Esjuna fyrir helgi. Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru mættar á flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sá Justin Timberlake í gær. Björn Jón Bragason var í góðum hópi á Naustabryggju á laugardaginn. Magnús Sigurbjörnsson hljóp boðhlaup á laugardaginn til styrktar Reykjadals. Örn Þórðarson hljóp 10km.

Hildur og Magnús í mannréttindaráði

Hildur-Magnus

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, eru fulltrúar okkar í mannréttindaráði á komandi kjörtímabili. Magnús sat sem aðalmaður í mannréttindaráði í lok kjörtímabils í fyrra en Hildur hefur ekki átt fast sæti þar áður. Marta Guðjónsdóttir og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúar, eru varamenn okkar í ráðinu.

Fyrsta borgarstjórnarfundi lokið

Magnús, Hildur, Áslaug og Kjartan

Þann 16. júní sl. var haldinn fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili þar sem fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti á fundinum. Það voru þau Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi. Við tókum eina mynd af okkur eftir fundinn en því miður rétt misstum við af þeim Halldóri og Júlíusi Vífili.