Fólkið okkar um helgina

kjartan_21km_2014

Menningarnótt fór fram á laugardaginn ásamt því að öll þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoninu voru slegin. Fólkið okkar var út um allt um helgina og má sjá nokkrar myndir af þeim hér að neðan. Halldór Halldórsson dansaði með Færeyingum á Menningarnótt. Áslaug María Friðriksdóttir gekk upp á Esjuna fyrir helgi. Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru mættar á flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sá Justin Timberlake í gær. Björn Jón Bragason var í góðum hópi á Naustabryggju á laugardaginn. Magnús Sigurbjörnsson hljóp boðhlaup á laugardaginn til styrktar Reykjadals. Örn Þórðarson hljóp 10km.

Enn einn starfshópurinn

krakkar_skoli

Á fundi skóla- og frístundarráðs á miðvikudaginn sl. var samþykkt tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að setja á fót fagráð um eflingu lestrarfærni og lesskilnings meðal barna og ungmenna í skólum Reykjavíkurborgar. Hlutverk ráðsins verði að móta tillögur um hvernig megi efla lestrarfærni og lesskilning meðal reykvískra grunnskólanemenda, sem og málþroska, hljóðkerfisvitund og læsi barna í leikskólum borgarinnar. Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, sem sátu á fundinum sögðu það vera eitt helsta áhersluatriði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að gripið verði til aðgerða í því skyni að bæta kennslu í lestri og efla lesskilning í reykvískum skólum. Er sú staða…

Þjónustusamningi við skáta sagt upp

Úlfljótsvatn

Á fundi skóla- og frístundarráðs í gær var samþykkt tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundarsviðs að sagt yrði upp þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvar skáta. Miðstöðin sem rekur skólabúðir að Úlfljótsvatni hefur verið í áratuga samstarfi við borgina og mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á fundinum í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sátu fund skóla- og frístundarráðs í gær þar sem þau sögðu að samstarf Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvarinnar hefði alltaf verið með ágætum. Þau bentu á að í samninginn vanti nokkur ákvæði svo hann sé í fyllsta samræmi við styrkjareglur Reykjavíkurborgar frá árinu 2012. Eðlilegt væri að umræddum ákvæðum yrði…

Hildur og Magnús í mannréttindaráði

Hildur-Magnus

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, eru fulltrúar okkar í mannréttindaráði á komandi kjörtímabili. Magnús sat sem aðalmaður í mannréttindaráði í lok kjörtímabils í fyrra en Hildur hefur ekki átt fast sæti þar áður. Marta Guðjónsdóttir og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúar, eru varamenn okkar í ráðinu.

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði

Júlíus og Marta

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- og ferðamálaráði. Þau sátu hvorug í ráðinu á síðasta kjörtímabili en Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður Íslensku Óperunnar um talsvert skeið. Börkur Gunnarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eru varamenn okkar í ráðinu.

Lítill metnaður í íþróttamál

Marta og Björn á ÍTR fundi

Á fyrsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur nýs kjörtímabils var lagður fram samstarfssáttmáli meirihlutans til kynningar. Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason, fulltrúar okkar á fundinum, fannst ekki mikill metnaður lagður í íþrótta- og tómstundamálin í nýjum samstarfssáttmála meirihlutans. Í bókun þeirra undir liðnum sögðu þau Reykjavík vera orðin eftirbátur nágrannaveitarfélaganna þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi eins og dæmin sanna þegar reykvísk börn þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga. Þau töluðu einnig um að uppbygging íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal hefur dregist allt of mikið á langinn og knýjandi þörf er að bæta aðstöðuna í Grafarvogi. Það sýnir ekki mikinn metnað…

Niðurstöður PISA opinberaðar

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á vef Reykjavíkurborgar hafa niðurstöður PISA könnuninar verið birtar eftir að úrskurðarnefndar um upplýsingamál kvað upp úr um að borginni væri skylt að birta þær. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði borgarinnar segir nauðsynlegt að hægt sé að átta sig á hvar við þurfum að spýta í lófanna og ættum að líta á þetta fyrst og fremst sem tæki til þess. Marta telur einnig PISA gefa samanburð á menntakerfum milli landa. „Það fer lítið fyrir framförum í skólastarfi ef farið er með upplýsingar um stöðu skólanna eins og hernaðarleyndarmál“ bætti Marta við er hún talaði við Morgunblaðið um helgina….

Kjartan og Marta í ÍTR

Kjartan og Marta

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, verða aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í íþrótta- og tómstundarráði eða betur þekkt sem ÍTR. Kjartan og Marta hafa mikla reynslu af störfum innan íþrótta- og tómstundaráðs en þau sátu bæði í þessu ráði á síðasta kjörtímabili. Björn Gíslason og Lára Óskarsdóttir verða okkar varamenn í ráðinu.

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.