Fólkið okkar um helgina

kjartan_21km_2014

Menningarnótt fór fram á laugardaginn ásamt því að öll þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoninu voru slegin. Fólkið okkar var út um allt um helgina og má sjá nokkrar myndir af þeim hér að neðan. Halldór Halldórsson dansaði með Færeyingum á Menningarnótt. Áslaug María Friðriksdóttir gekk upp á Esjuna fyrir helgi. Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru mættar á flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sá Justin Timberlake í gær. Björn Jón Bragason var í góðum hópi á Naustabryggju á laugardaginn. Magnús Sigurbjörnsson hljóp boðhlaup á laugardaginn til styrktar Reykjadals. Örn Þórðarson hljóp 10km.

Sat sinn fyrsta fund

Örn Þórðarson

Örn Þórðarson, varamaður okkar í skóla- og frístundarráði sat sinn fyrsta fund í gær er ráðið fundaði. Örn telur menntamálin vera langstærsta og mikilvægasta málaflokk sveitafélaga en að hans mati eiga skólamálin fyrst og fremst að snúast um þarfir nemenda. Örn, sem sat í 13. sæti framboðslistans í vor setti inn uppfærslu á Facebook eftir fund í gær.

Niðurstöður PISA opinberaðar

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á vef Reykjavíkurborgar hafa niðurstöður PISA könnuninar verið birtar eftir að úrskurðarnefndar um upplýsingamál kvað upp úr um að borginni væri skylt að birta þær. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði borgarinnar segir nauðsynlegt að hægt sé að átta sig á hvar við þurfum að spýta í lófanna og ættum að líta á þetta fyrst og fremst sem tæki til þess. Marta telur einnig PISA gefa samanburð á menntakerfum milli landa. „Það fer lítið fyrir framförum í skólastarfi ef farið er með upplýsingar um stöðu skólanna eins og hernaðarleyndarmál“ bætti Marta við er hún talaði við Morgunblaðið um helgina….